grafinn silungur

Tekið til í frystikistunni

By | Matur | No Comments

Nú styttist í vorið…eða þannig, þó ekki sjáist það nú þessa dagana.

Ekki má maður daga uppi með afla í kistunni.
Ég eldaði mér því silung og gróf tvö flök.
Þetta er svo einfalt að jafnvel ég get gert þetta og mjög gott á bragðið.

Takið fram fat og setjið salt í botninn.
20150128_201237_Fotor

 

Setjið flökin í fatið.
Takið Graflaxblöndu frá Pottagöldrum.

20150128_194123_Fotor

 

Dreifið henni vel yfir flökin.

20150128_201950_Fotor

 

Á kryddkrukkunni stendur að þetta skuli standa inni í ísskáp í 36-48 tíma, ég læt mér nú venjulega duga 1-2 sólarhringa.
Setjið filmu yfir fatið,  setjið það inn í ísskáp og geymið þar eins lengi og þið hafið þolinmæði til.

Það ertu til nokkrar tegundir af graflaxsósum og svo er hægt að búa þær til sjálfur, ég fann nýja tegund í Hagkaup og hlakka til að prófa hana.

20150128_194110_Fotor

Ristið brauð, smyrjið það, sneiðið grafna fiskinn yfir og látið svo vel af sósunni ofan á allt saman.
Getur ekki verið einfaldara.