Mannlíf við Vífó og Elliðavatn

Það var þó nokkuð líf við vötnin í kvöld, þ.e.a.s. veiðimenn enda var veðrið fallegt.

Við Vífilstaðavatn sá ég 3 veiðimenn, einn við brúnna yfir lækinn og tvo við austurbakkann. Einn réri svo á gúmmituðru á miðju vatni, ekki veit ég hvað hann hafði fyrir stafni.

Það er svo hin besta skemmtun að horfa á fólk hlaupa undan kríunni á gangstígnum meðfram vatninu 😉

 

Við Elliðavatn sá ég þrjá veiðimenn þar sem Suðurá rennur í vatnið, einn í Helluvatni og fjóra vestur af Elliðavatnsbænum, miðja vegu milli bæjarins og Riðhóls. Það gætu hafa verið fleiri veiðimenn t.d. við Þinghól sem ég sá ekki. Ekki hef ég hugmynd um aflabrögð.

Einn var á kajak úti á Engjunum, sá ekki hvort sá/sú var að veiða eða ekki en góð hugmynd að veiða þarna á kajak því yfirferðin er mikil.

Það gladdi mig að sefið er komið upp úr vatninu, átta mig ekki á því hvort það sé vegna lægri vatnsstöðu eða að sefið hefur vaxið. Gaman væri að vita það, er einhver sem þekkir það? Mér sýnast allavega sveiflur á vatnshæð aðeins vera 5-6 sentimetrar á síðustu vikum skv. Vatnshæðamælum Veðurstofu Íslands http://vmkerfi.vedur.is/vatn/vdv_gmap.php, þetta gefur manni betri möguleika á því að staðsetja sig í vatninu og þar með að finna gamla veiðistaði.

Einn var að gera sig klárann til veiða í Hólmsá.

Svo það var mikið mannlíf við vötnin í kvöld.

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.