Hlíðarvatn 7-8 júní

Fór með sonum, tengdasyndi og pabba hans í Hlíðarvatn um síðustu helgi í SVH bústaðinn.

Ég hef aldrei komið að bústaðnum eins hreinum og snyrtilegum og hann var núna og hefur hann þó alltaf verið snyrtilegur.

Það pirraði mig hinsvegar þegar við komum að tveir menn voru að veiða á beitu í Urðarvík, merkilegt að fólk geti ekki farið eftir reglum, efa það reyndar að þeir hafi verið með leyfi, litu allavega báðir upp þegar við keyrðum framhjá þeim. Ekki sást svo til þeirrra þegar við fórum að veiða seinna um kvöldið.

Veðrið var gott en þó nokkru meiri vindur en í bænum, hafgola. Veðrið var betra seinni daginn, minni vindur og sól.

Byrjuðum laugardaginn á mikilli grillveislu með “óveiðandi” fjölskyldumeðlimum. Svo var farið í Innranef og Kaldósinn, það var þó nokkuð líf í Urðarvíkinni og sett í einn en misst á Krókinn. Næst voru það Skollapollarnir og Austurnes, þar komu þrír á land, allir á Pheasant Tail.

Við vorum nú frekar rólegir í tíðinni, spjölluðum saman langt frameftir og vöknuðum seint. Þá var stefnt á Hlíðareyna, þar voru reyndar fyrir aðrir veiðimenn svo við skelltum okkur á Mosatangann, ekki fékkst högg þar. Aftur brunað af stað og nú var Hlíðarey laus, Þetta er einn af mínum uppáhaldsveiðistöðum við vatnið, það fékkst strax ein bleikja en svo ekki meir. Seinni hluta dagsins eyddum við á Mölinni og fyrir neðan Selfossbústaðinn þó vindur hafi verið óhagstæður, beint á móti.

Ekki var afraksturinn mikill frekar en undanfarin ár, eitt kvikyndi á mann en ánægjan er nú heldur ekki mæld í kílóum 😉

 

20140607_183726 20140607_183743 20140607_183754 20140607_185409 20140607_210225 20140607_210232 20140608_111849 20140608_111858 20140608_111910  20140608_120617 20140608_120636

 

Og svo þrjár myndir frá Sindra syni mínum í allt öðrum gæðaflokki en símamyndir föður hans.

Hlid Hlidarvatn PabbiVeidimadur

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.