Ég er ekki Ármaður en þekki þó nokkra slíka. Ég bauð því sjálfum mér á flóamarkaðinn hjá þeim í kvöld, ég held reyndar að allir séu velkomnir.
Nema hvað, ég gerði þvílík reyfarakaup að það hálfa hefði verið líka ódýrt.
Hnefafylli af hárafklippum á 500 kall.
Hár í fullum gæðum á góðu verði.
Þverhausar og keilur á flottu verði.
Veski og armband frá Reiðu Öndinni á prúttverði.
Ég hefði getað keypt þarna fullt af öðru hnýtingarefni, háf, stangir og línur á frábæru verði, Veiðikortið og ég veit ekki hvað og hvað, kannski ekki margir sölumenn en drjúgt af efni.
Ekki spillir að Ármenn eru viðræðugóðir og veiðisögurnar og ráðin ekki langt undan.
Svo er það lang besta við þetta að Ármenn virðast ekki kunna að reikna 😉
Afli kvöldsins sést hér á myndinni fyrir neðan.