Elliðavatn af bakkanum

Það blés hressilega af suðri þegar ég fór í Elliðavatn í gær.
Ekki leist mér á að fara út á engin, sérstaklega þar sem hugmyndin var að enda á því að kasta í gamla vatnið en þá hefði vindurinn verið beint á móti og það hvass að erfitt hefði verið að koma línunni út, að maður tali nú ekki um vindhnútana og flækjurnar.

Ég fékk einn í grjótinu út af Myllulæk. Flugan sem gaf var eitthvað sem ég henti upp í bríaríi þegar ég var að prófa nýtt hnýtingarefni. Hún sést á yfirlitsmyndinni, þar sem er tengill á þessa grein.
Hún er hvítt skott úr marabúa, hvítt “Minnow Body Wrap” vafið um búkinn, það klyppt til í útlínur fisks, allt saman litað með svörtum túss að ofan og gulum að neðan. Kannski maður útfæri hana eitthvað nánar í framtíðinni.

Það voru nokkrir við vatnið að veiða, ég hitti veiðimann sem þekkir hefur veitt í vatninu í áraraðir og fær oftast góðan afla, hann hafði misst einn, það var allt og sumt, þó sá ég á vefnum að allavega einn veiðimaður hafði fengið flottan urriða í Helluvatni.

Það sést á einni myndinni hér fyrir neðan að sefið er að byrja að koma upp úr vatninu, þá gleðst ég, viðmiðin mín á engjunum eru þar.

 

Leave a Reply

This site uses Akismet to reduce spam. Learn how your comment data is processed.