Á ferðum mínum um alnetið datt ég niður á bandarískan vef þar sem talað var um Euro Nymphing. Þetta er kannski í sjálfu sér ekkert nýtt, er sama aðferðafræðin og sú tékkneska, veit þó ekki hvort útbúnaðurinn sé nákvæmlega sá sami. Mér fannst þetta áhugavert því ég hef aðeins verið að lesa mig til um Tenkara aðferðina en fannst hún takmörkuð að því leyti að línan/taumurinn er af fastri lengd og erfitt að taka fiska stærri en kannski tvö pund.
Í stuttu máli þá nota þeir langa létta flugustöng, gjarnan af þyngd 3-4 sem er 10 til 11 feta löng.
Eru svo með “Euro fly line” sem er þriðjungi grennri en venjuleg flugulína, þannig er hún líka léttari sem gerir það að línan sígur síður niður ef kastað er “langt” frá sér.
Framan á þessa línu er svo settur langur taumur sem er 18 til 22 feta langur, sjá uppskrift hér fyrir neðan.
Aðferðin gengur út á það að vera með þungar flugur og gjarnan 2-3, hnýttar sem viðhengi nema sú fremsta til þess að veiða samtímis á mismunandi dýpi. Það er aðeins talað um veiðar í ám með þessari aðferð. Veiðimaðurinn kastar út og heldur stönginni hátt, svokallaður “sighter” er litríkt girni á taumnum, því er haldið fyrir ofan vatnsyfirborðið og virkar sem tökuvari. Hann fylgir svo eftir línunni þegar hún rennur niður með ánni.
Það þarf að nota aðra kasttækni fyrir þennan búnað heldur en fyrir venjulegt flugukast, kasta línunni í boga undir stönginni, ekki yfir.
Hér er besti byrjendataumurinn að þeirra sögn:
42″ af .017 (20# maxima chameleon)
42″ af .015 (20# maxima chameleon)
42″ af .013 (12# amnesia)
42″ af .013-.014 Sighter
2mm tippet ring
4′-6′ af 4x-6x fluoracarbon tippet
2′-3′ af 4x-6x fluoracarbon tippet
Þetta gerir: 14 fet + 6-9 fet í heild
Nokkrir hlekkir
Búa til þennan taum: https://www.youtube.com/watch?v=zHnrURldXwI
Græjur og euro nymph veiðar: https://store.flyfishfood.com/fly-fishing-euro-nymphing-s/4612.htm