Fór í Elliðavatn í gær í rokinu og rigningunni.
Var fyrst af norðan, síðan norð austan 4-5 m/s, stöku skúrir og hitinn frá 13 niður í 11 stig.
Ég byrjaði á því að fara út á Engin (hvað annað), náði í stærri tvo fiskana í grjótinu, náði í hina tvo í sefinu, minni fiskarnir fengust í sefinu, þó það sé alls ekki reglan. Ég hefði eytt meiri tíma í grjótinu ef ég hefði fundið stóru grjóthrúgurnar, Það var bara erfitt að finna þær sökum öldugangs.
Þessir stærri vorum um 1,5 pund, skemmtilegt við ferðina að það fengust fiskar á tvo af Nobblerunum sem ég var að gera í vetur, UV grænn Nobbler og svo rauður með UV grænu skotti, það eru myndir af þeim hér í blogginu einhvers staðar.
Í minningunni við veiðar á Engjunum hafa gróðurleifar verið að flækjast í línunni og pirra mig, það var minna um það núna en venjulega, veit ekki hvað það þýðir en ætla að taka eftir þessum þætti í framtíðinni.
Sefið stóð upp úr vatninu og því var auðveldara að rata um svæðið, það hlýtur að hafa verið hærra í vatninu en venjulega en samt stendur það upp úr, eflaust hefur það vaxið í sumar.
Fór að lokum í álinn hjá brúnni og prófaði flugu sem hefur vinnuheitið Gullkrókurinn, hún hefur gefið fisk í Úlfljótsvatni en ég er að prófa mig áfram með mismunandi útfærslur, fékk ekki fisk í álnum né í Helluvatninu þar sem ég reyndi nokkur köst.
Góð ferð í Elliðavatn.