Félögin við Hlíðarvatn voru með opinn dag við vatnið þar sem allir gátu veitt frítt.
Ég skellti mér í góðu veiðiveðri, margt var um manninn, veiðimenn voru á öllum helstu veiðistöðunum í kringum allt vatnið. Ekki fara margar sögur af minni veiði, fékk tvo og sleppti öðrum.
Ég sá veiðimann vera með c.a. fjögurra punda bleikju og sýndist mér hann hafa bætt við annari stórri áður en hann fór.
Ég taldi gróflega veiðibók Hafnfirðinga, þar voru bókaðir um 45 fiskar í dag. Ekki slæmur afli það.
Ég tók nokkrar myndir læt þær fylgja með.