vatnaveiði

Úlfljótsvatn um helgina

By | Veiðiferðir | No Comments

Fór í Úlfljótsvatn á sunnudaginn.
Hafði heyrt af tveimur aflaklóm sem fóru þangað seinni partinn á fimmtdaginn og tóku samtals 60 fiska á 5 klukkutímum. Ég vissi ekki hvar þeir hefðu verið í vatninu, né á hvaða flugu(r) þeir fengu fiskinn.

Minn ætlaði að gera svipaða hluti, dreif hund og græjur út í bíl, var mættur á bakkann um sjöleitið. Fékk eitt högg.
Skipti um stað, fór í Borgarvíkina, særði upp eitt pund og fékk annað högg.
Þegar ég fór heim um 10 leitið, þegar það var farið að skyggja voru vökur á fullu en.

Jæja, svona er veiðin, gengur örugglega betur næst 🙂

 

Hlíðarvatn í Selvogi

By | Veiðiferðir | No Comments

Ég og eldri strákurinn minn fórum í skemmtilega ferð í Hlíðarvatn 4-5 ágúst.

Veðrið var hvassara fyrri daginn en lægði svo og snerist daginn eftir. Það var skýjað en rigndi ekki. Þá var vindurinn 2-3 m/s niður í logn.

Það var fullt af flugu á vatninu, mjög litlar flugur sem ég veit ekki hvað heita, ekki þó mýflugur held ég, svo sá ég vorflugu og loks hrossaflugu “skoppa” skemmtilega eftir yfirborði vatnsins (spurning um að prófa Daddy Longlegs eins og bretarnir?)

Þó að þetta hafi ekki verið mok er þetta skársta ferð mín í Hlíðarvatn í nokkur ár.

Read More

Úlfljótsvatn gefur aftur vel

By | Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Fór í Úlfljótsvatn 19. júni, veiddi frá 19-23:30

Skýjað, rigning með köflum, vindur fyrst austan stæður svo úr vestri.

Fékk strax fisk og svo annan, fékk fisk á með korters fresti á tímabili.

Gerðist kokhraustur og sagði við sjálfan mig að ég færi ekki í kaffi fyrr en eftir 10 fiska, það gekk eftir.

Eftir kaffi upp úr 22 fékk ég tvo fiska, síðan ekki meir.

Stærsti 2,5 pund, 12 fiskar hirtir, samtals 6,5 kíló. Afbrigiði af Króknum og Pheasant tail.

Gott kvöld við Úlfljótsvatn.

Purple á leiðinni upp eftir, Clapton á leiðinni heim.

Image

 

 

Image

Vífó 3. júní 2014

By | Veiðiferðir | No Comments

Það var kominn allt of langur tími síðan ég fór í veiði síðast.

Skrapp í Vífilstaðavatn, þetta var gott fyrir sálina, fallegt veður.

Fékk nokkur högg hér og þar en ekkert annað.

 

20140603_210127

20140603_210047

20140603_200456

 

Og ein í stíl við Benderinn, ekki þó tekið við Vífó

20140531_135028-3

Ooooooohhh!

 

 

Keyrt framhjá Meðalfellsvatni

By | Veiðistaðir | No Comments

Keyrði framhjá Meðalfellsvatni í dag.

Frekar hvasst og kuldalegt.

Sá nokkra veiðimenn hér og þar við vatnið, sá þrjá útlenda veiðimenn vera að fá hann við ánna sem rennur út í vatnið skömmu eftir að maður keyrir fram hjá Kaffi Kjós, Sandá heitir hún. Þeir voru með nokkrar bleikjur í poka sá ég. Hreinlega gáði ekki að því hvort þeir voru að veiða á spún eða beitu.

Image

Image

Image

Image

Image

Hlýnun jarðar?

By | Veiðiferðir | No Comments

Er ekki veðrið alltaf að verða betra og betra?

Nema auðvitað rigningin siðasta sumar!

Ég fór að veiða í Elliðavatni 1. maí 2009, kannski ekki í frásögur færandi og ekki man ég hvað ég fékk af fiski.

En veðrið var aðeins verra en núna, gekk á með hagléljum, mér finnst þetta alltaf skemmtileg mynd þó hún sé aðeins skökk.

Image