Category Archives: Veiðistaðir

Tveir fyrir einn, pennaleti og aflaleysi

By | Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Jæja, fór í Meðalfellsvatn fyrir nokkrum dögum.

Skemmst frá því að segja að eitt smá kvikyndi fékkst og það á rauðan Nobbler í lokin, Flott veður og alles, eina sem vantaði var fiskurinn.

Fór í Úlfljótsvatn við annan mann og hund í fyrradag, það virðist vera liðið hjá að maður fái góðan afla þarna, 4 fiskar, tveir hirtir. Afbrigiði af Gullkróknum með orange kúluhaus var að gefa þetta.

Read More

Mannlíf við Vífó og Elliðavatn

By | Veiðistaðir | No Comments

Það var þó nokkuð líf við vötnin í kvöld, þ.e.a.s. veiðimenn enda var veðrið fallegt.

Við Vífilstaðavatn sá ég 3 veiðimenn, einn við brúnna yfir lækinn og tvo við austurbakkann. Einn réri svo á gúmmituðru á miðju vatni, ekki veit ég hvað hann hafði fyrir stafni.

Það er svo hin besta skemmtun að horfa á fólk hlaupa undan kríunni á gangstígnum meðfram vatninu 😉

 

Við Elliðavatn sá ég þrjá veiðimenn þar sem Suðurá rennur í vatnið, einn í Helluvatni og fjóra vestur af Elliðavatnsbænum, miðja vegu milli bæjarins og Riðhóls. Það gætu hafa verið fleiri veiðimenn t.d. við Þinghól sem ég sá ekki. Ekki hef ég hugmynd um aflabrögð.

Einn var á kajak úti á Engjunum, sá ekki hvort sá/sú var að veiða eða ekki en góð hugmynd að veiða þarna á kajak því yfirferðin er mikil.

Það gladdi mig að sefið er komið upp úr vatninu, átta mig ekki á því hvort það sé vegna lægri vatnsstöðu eða að sefið hefur vaxið. Gaman væri að vita það, er einhver sem þekkir það? Mér sýnast allavega sveiflur á vatnshæð aðeins vera 5-6 sentimetrar á síðustu vikum skv. Vatnshæðamælum Veðurstofu Íslands http://vmkerfi.vedur.is/vatn/vdv_gmap.php, þetta gefur manni betri möguleika á því að staðsetja sig í vatninu og þar með að finna gamla veiðistaði.

Einn var að gera sig klárann til veiða í Hólmsá.

Svo það var mikið mannlíf við vötnin í kvöld.

Úlfljótsvatn gefur aftur vel

By | Veiðiferðir, Veiðistaðir | No Comments

Fór í Úlfljótsvatn 19. júni, veiddi frá 19-23:30

Skýjað, rigning með köflum, vindur fyrst austan stæður svo úr vestri.

Fékk strax fisk og svo annan, fékk fisk á með korters fresti á tímabili.

Gerðist kokhraustur og sagði við sjálfan mig að ég færi ekki í kaffi fyrr en eftir 10 fiska, það gekk eftir.

Eftir kaffi upp úr 22 fékk ég tvo fiska, síðan ekki meir.

Stærsti 2,5 pund, 12 fiskar hirtir, samtals 6,5 kíló. Afbrigiði af Króknum og Pheasant tail.

Gott kvöld við Úlfljótsvatn.

Purple á leiðinni upp eftir, Clapton á leiðinni heim.

Image

 

 

Image

Keyrt framhjá Meðalfellsvatni

By | Veiðistaðir | No Comments

Keyrði framhjá Meðalfellsvatni í dag.

Frekar hvasst og kuldalegt.

Sá nokkra veiðimenn hér og þar við vatnið, sá þrjá útlenda veiðimenn vera að fá hann við ánna sem rennur út í vatnið skömmu eftir að maður keyrir fram hjá Kaffi Kjós, Sandá heitir hún. Þeir voru með nokkrar bleikjur í poka sá ég. Hreinlega gáði ekki að því hvort þeir voru að veiða á spún eða beitu.

Image

Image

Image

Image

Image